Fara í efni
Fréttir

Hvað á að gera við jólatré og flugeldarusl?

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Um jól og áramót fellur yfirleitt til mikið af alls kyns úrgangi og rusli. Lifandi jólatrjám sem lokið hafa hlutverki sínu er mikilvægt að koma í endurvinnslu sem og flugeldarusli sem er engan veginn við hæfi að skilja eftir á víðavangi, segir á vef Akureyrarbæjar.

Þar eru eftirfarandi upplýsingar:

  • Í byrjun janúar verður gámum fyrir jólatré komið fyrir við verslanir Bónuss í Naustahverfi og Langholti.
  • Gámar fyrir flugeldarusl verða við sömu Bónus-verslanir en einnig við grenndarstöðina norðan við Ráðhús Akureyrarbæjar.
  • Íbúar bæjarins eru eindregið hvattir til að nota þessa gáma. Hjálpumst að við að hreinsa til eftir hátíðarnar og koma ruslinu rétta leið.
  • Flugeldarusl og jólatré verða ekki tekin við lóðamörk.