Fréttir
Hrafn hringdi inn haustmisserið
27.08.2021 kl. 15:57
Hrafn Jónsson lengst til vinstri, nýnemi í iðjuþjálfunarfræði, Eyjólfur Guðmundsson rektor og Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, formaður Stúdentafélags HA.
Íslandsklukkunni, hinu glæsilega listaverki á lóð Háskólans á Akureyri, var hringt í dag til marks um upphaf haustmisseris í skólanum. Það var Hrafn Jónsson, nýnemi í iðjuþjálfunarfræði, sem sló 21 högg – eitt fyrir hvert ár frá aldamótum.
Íslandsklukkunni er jafnan hringt við upphaf haustmisseris, á Fullveldisdaginn 1. desember, og við brautskráningu.
Rétt áður fékk HA afhentan Grænfánann í fjórða sinn við hátíðlega athöfn.
- Kristinn E. Hrafnsson er höfundur listaverksins Íslandsklukkunnar sem var gjöf bæjarins til bæjarbúa á kristnihátíðarafmælisári til minningar um landafundi í vesturheimi. Þann 1. desember 2001 afhenti Kristján Þór Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Háskólanum á Akureyri Íslandsklukkuna til afnota. Verkið „vísar til þeirrar árvekni sem einkennir gott háskólafólk.
Hrafn Jónsson hringir Íslandsklukkunni í dag.