Fara í efni
Fréttir

Horfið á bænastund í Glerárkirkju

Ljósmynd: Daníel Starrason.

Bænastund í Glerárkirkju á aðfangadeg var send út á Facebook. Kirkjan var lokuð eins og aðrar, vegna sóttvarnarreglna. Með því að smella HÉR er hægt að horfa á útsendinguna.

Á Facebook síðu kirkjunnar sagði, á aðfangadag: „Það að sakna einhver sýnir okkur að það skiptir okkur máli. Því er hægt að leyfa saknaðar tilfinningunni til aftansöngsins og miðnæturmessunnar um jól að vera okkur vitnisburður um það að kirkjan skiptir okkur máli og er kær hluti af jólahaldinu.

Það koma alltaf jól, Jesúbarnið kom í heiminn og mætir okkur í hækkandi sólu, birtunni og hlýjunni frá fólkinu í lífi okkar, útvarpskveðjunum, umhyggjunni og náungakærleiknum sem við sjáum svo víða alla daga.

Höldum í vonina, höldum í birtuna og mætum nýju ári með bjartsýni og kærleika.“