Fara í efni
Fréttir

Hópur vinnur að bættum kjörum eldri borgara

Settur hefur verið á stofn hópur á vegum Félagss eldri borgara á Akureyri til að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landsambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Björn Snæbjörnsson, formaður kjarahóps EBAK, segir frá tilgangi hópsins og verkefnunum framundan, í grein á Akureyri.net í dag.

„Hópurinn hefur sett sér það markmið að leggja grunn að starfinu fyrir áramót. En verkefnið tekur örum breytingum og verður því í stöðugri endurskoðun,“ skrifar Björn.

Hann segir mikla umræða hafa farið fram á vordögum um nauðsyn þess að stofna nefnd eða ráð til að sinna málefnum tengdum afkomu aldraðra og þeirra baráttumálum hér á Akureyri, til dæmis til að vekja menn til umhugsunar um stöðu eldri borgara, vinna í málum sem snúa að kjörum og réttindum og stuðla að fræðslu þeirra sem eru aldraðir um sína möguleika.

Smellið hér til að lesa grein Björns