Fara í efni
Fréttir

Hópur ungmenna réðst á strætóbílstjóra

Ljósmynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Unglingahópur réðst nýverið á strætóbílstjóra á Akureyri. Skemmdarverk í strætisvögnum hafa færst í aukana og myndavélar því verið settar upp í vögnunum til að tryggja öryggi. Þetta kemur í frétt RÚV.

RÚV segir strætóbílstjóra á Akureyri óttast um öryggi sitt. Tvisvar hafa fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum og í maí var ráðist á vagnstjóra.

„Hópur 15-16 ára ungmenna réðst á strætóbílstjóra í byrjun maí þegar hann neitaði að hleypa þeim inn í vagninn vegna slæmrar hegðunar. Ungmennin spörkuðu í bílstjórann, slitu af honum hálsfesti og brutu gleraugun hans,“ segir í fréttinni.

Nánar hér á vef RÚV.