Fréttir
Hópur „togarajaxla“ í pílagrímsferð
26.03.2025 kl. 07:30

Mynd: Þorgeir Baldursson
Um 40 manna hópur hélt í gærmorgun í pílagrímsferð frá Akureyri til Grimsby og Hull í Englandi. Langflestir í hópnum eru fyrrverandi sjómenn af síðutogurum Útgerðarfélags Akureyringa og er ætlunin m.a. að hitta breska starfsbræður og skoða sjóminjasöfn.
Borgirnar tvær tengjast íslenskum sjómönnum sterkum böndun því þangað var siglt regluega í því skyni að selja afla; þá var einmitt talað um að skipin færu í siglingu. Hópurinn flaug með flugfélinu easyJet frá Akureyri til Manchester og kemur heim sömu leið til baka á laugardaginn.

Forsprakki ferðarinnar, Sigfús Ólafur Helgason, á leið út í vél easyJet í gærmorgun. Mynd: Þorgeir Baldursson