Fara í efni
Fréttir

Hópsigling Húna og fleiri á sjómannadaginn

Myndir: Þorgeir Baldursson

Trébáturinn Húni II sigldi með bæjarbúa um Pollinn í dag í tilefni sjómannadagsins, eins og hefð er orðin fyrir. Haldið var frá Fiskihöfninni, sem svo er kölluð, á milli Slippsins og Útgerðarfélags Akureyringa. Um hópsiglingu var að ræða því um 20 smábátar úr Sandgerðisbót voru með í för.

Þorgeir Baldursson var á ferðinni í dag með myndavélina.

Sjómannamessa var í Akureyrarkirkju í morgun, eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag og síðan var blómsveigur lagður að minnisvarða við kirkjugarðinn á Naustahöfða.