Fara í efni
Fréttir

Hópakstur í dag með forgangsljós kveikt

Í tilefni 112 dagsins sem ætíð er haldinn 11. febrúar – 11.2. – munu viðbragðsaðilar á svæðinu keyra hring um Akureyri í dag með kveikt á forgangsljósum. „Þetta verður því mikil ljósasýning,“ segir í tilkynningu og er fólk hvatt til að fylgjast með lestinni í sínu hverfi. Meðfylgjandi er kort af fyrirhugaðri akstursleiðinni.

Lagt verður af stað frá Slökkvistöðinni á Akureyri kl 17:30. Fyrst haldið út í Glerárhverfi, þaðan upp á Brekku og loks í Innbæinn áður en ekið veðrur norður Glerárgötu og niður að slökkvistöðinni á ný. „Við viljum minna á að aðeins er verið að vekja athygli á 112 deginum með akstrinum og engin neyð í gangi. Lögreglan hefur biðlað til vegfarenda að sýna bílalestinni tillitsemi og þolinmæði á meðan hún keyrir framhjá,“ segir í tilkynningu.

Næstkomandi sunnudag, 16. febrúar, verða allir viðbragðsaðilar með umfangsmikla dagskrá á Glerártorgi frá kl. 14.00 til 16.00 þar sem yfirskriftin í ár er Börn og öryggi