Fara í efni
Fréttir

Hollvinir Húna í árlegri skötuveislu – MYNDIR

Kokkarnir, Júlíus Jónsson og Jón Ragnar Kristjánsson. Myndir: Þorgeir Baldursson

Árleg skötuveisla Hollvina Húna var að þessu sinni haldin á föstudaginn, 13. desember, í mötuneyti Brekkuskóla. Vertinn þar, Júlíus Jónsson, sá um að elda herlegheitin ásamt Jóni Ragnari Kristjánssyni.

Gestir að þessu sinni voru á áttunda tuginn, stemningin góð og skatan smakkaðist vel að sögn kunnáttumanna í skötufræðum. Til að kóróna stemninguna lék Kristján frá Gilhaga sjómannalög á harmoniku. Þorgeir Baldursson leit við með myndavélina og hér má sjá afraksturinn.