Fara í efni
Fréttir

Höldur hagnaðist um 922 milljónir í fyrra

Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Höldur ehf, bílaleiga Akureyrar, hagnaðist um 992 milljónir króna í fyrra. Til samanburðar tapaði félagið 300 milljónum árið 2020. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Þar segir: Bókfært eigið fé í árslok nam 2 milljörðum, en það tvöfaldaðist frá árinu áður þegar það nam milljarði. Félagið er með starfsemi á Akureyri, í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli og á mörgum starfstöðvum um allt land. Í ársreikningi segir að hagræðingaraðgerðir félagsins á árinu 2020 hafi skilað sér vel árið 2021.

Vefur Viðskiptablaðsins