Fara í efni
Fréttir

Hlynur, Inga og Finnur efst hjá Miðflokknum

Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, verður í efsta sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri 14. maí. Tveir nýliðar eru svo í næstu sætum; Inga Dís Sigurðardóttir, kennari og fyrrverandi handboltakona, og Finnur Aðalbjörnsson, verktaki. Listi flokksins var samþykktur á fundi í kvöld.

Akureyri.net hefur listann undir höndum og er hann sem hér segir:

1. Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi

2. Inga Dís Sigurðardóttir, kennari

3. Finnur Aðalbjörnsson, framkvæmdastjóri

4. Sigrún Elva Briem, heilbrigðisritari HSN

5. Einar Gunnlaugsson, sjálfstæður atvinnurekandi

6. Karl Liljendal, nemi

  • UPPFÆRT - Akureyri.net fékk þessa mynd af sex efstu frambjóðendunum senda frá Miðflokknum í kvöld.

Frá vinstri: Einar Gunnlaugsson, Finnur Aðalbjörnsson, Inga Dís Sigurðardóttir, Hlynur Jóhannsson, Karl Liljendal og Sigrún Elva Briem.

7. Sif Hjartardóttir, sjúkraliði

8. Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri

9. Margrét Imsland, framkvæmdastjóri

10. Sigurður Pálsson, matsveinn

11. Bjarney Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur

12. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, afgreiðslu- og fræðslufulltrúi

13. Regína Helgadóttir, bókari

14. Viðar Valdimarsson, ferðamálafræðingur

15. Helga Kristjánsdóttir, húsmóðir

16. Pétur Jóhannsson, ellilífeyrisþegi

17. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari

18. Þorvaldur Helgi Sigurpálsson, verkstjóri

19. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, eldri borgari

20. Karl Steingrímsson, fyrrverandi sjómaður

21. Guðný Heiðveig Gestsdóttir, fyrrverandi bóndi

22. Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri

  • Þess má geta til gamans að Miðflokksmenn funduðu í kvöld í Aðalstræti 6, húsinu þar sem Vilhelmína Lever, athafnakona á Akureyri, kaus til bæjarstjórnar 1863. Vilhelmína kaus þá fyrst íslenskra kvenna í opinberum kosningum, skv. dönskum lögum. Íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu ekki kosningarétt fyrir en árið 1915.