Fara í efni
Fréttir

Hlýindi í kortunum næsta daga

Snjómokstur gekk prýðilega í bænum fyrstu daga ársins. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Frost hefur verið frá áramótum og töluvert snjóað á Akureyri. Færð hefur engu að síður verið góð í bænum vegna frammistöðu verktaka sem telja verður í landsliðsklassa eða rúmlega það. Þeir hafa unnið dagana langa við að hreinsa götur en nú taka náttúruöflin við og sjá um að fjarlægja snjó næstu daga. Nokkurra stiga hiti er í dag og aðeins boðið upp á rauðar tölur framundir helgi.

Lesendur Akureyri.net geta fylgst með veðrinu á vef Einars Sveinbjörnssonar, Bliku. Smellið hér til að sjá spá fyrir næstu daga á vef Bliku.

Veðurspáin á vef Bliku síðdegis í dag.