Fréttir
Hlutfallslega mest fjölgun í Grýtubakkahreppi
18.10.2023 kl. 06:00
Hlutfallslega hefur íbúum fjölgað mest í Grýtubakkahreppi það sem af er árinu ef sveitarfélögin við Eyjafjörð eru borin saman.
Íbúum á Akureyri hefur fjölgað um 1,5% frá því 1. desember í fyrra. Þá voru þeir 19.898 talsins samkvæmt tölum frá Þjóðskrá en íbúafjöldi Akureyrar er nú 20.193.
- Frétt Akureyri.net um tuttuguþúsundasta íbúann á Akureyri er hér: Dóttir Þóreyjar og Alexanders er 20 þúsundasti íbúi Akureyrar
Ef sveitarfélögin við Eyjafjörð eru borin saman þá hefur Akureyri vissulega flesta íbúa en hins vegar hefur hlutfallslega orðið meiri fólksfjölgun í öllum nágrannasveitarfélögum Akureyrar við Eyjafjörð það sem af er ári ef Dalvíkurbyggð er frátalin en þar hefur íbúðafjöldi staðið í stað. Mest hefur fjölgað í Grýtubakkahreppi eða um 4,2%.
Fjölgun í sveitarfélögum við Eyjafjörð á tímabilinu 1. des 2022 - 1. október 2023 sbr. tölur frá Þjóðskrá:
- Grýtubakkahreppur (381 – 397) 4,2%
- Hörgársveit (769 – 797) 3,6%
- Svalbarðsstrandarhreppur (482 – 497) 3,1%
- Eyjafjarðarsveit (1.157 – 1.186) 2,5%
- Fjallabyggð (1.977 – 2.021) 2,2%
- Akureyri (19.898 – 20.193) 1,5%
- Dalvíkurbyggð (1.905 – 1.905) 0%