Hlaupamessa á milli kirkna á Akureyri
Nánari leiðarlýsing, fengin á vef Glerárkirkju:
14 km – Akureyrarkirkja – Lögmannshlíðarkirkja – Glerárkirkja – Akureyrarkirkja
Við förum upp Gilið og förum eftir Þingvallastræti þar til við komum að hringtorginu við Hlíðarfjallsveg. Þar förum við upp í áttina að Lögmannshlíðarkirkju og beygjum inn í hesthúsahverfið, förum fram hjá kirkjunni og áfram norður hlíðina í áttina að hverfinu við Lónsá. Við förum eftir nýja göngustígnum sem liggur meðfram þjóðveginum, niður Austursíðu, inn Bugðusíðu, að Glerárkirkju og að Borgarbraut.
Við förum niður Borgarbrautina, yfir Hlíðarbraut og niður að Glerárgötu. Við fylgjum Glerárgötu niður að Kaupvangsstræti og endum á planinu við Akureyrarkirkju.
9 km – Akureyrarkirkja – Glerárkirkja – Akureyrarkirkja
Við förum upp Gilið og förum eftir Þingvallastræti þar til við komum að hringtorginu við Hlíðarfjallsveg. Förum eftir göngustígnum meðfram Hlíðarbraut framhjá Glerárkirkju og að Austursíðu, förum þar upp og beygjum inn Bugðusíðu sem við fylgjum að Borgarbraut.
Við förum niður Borgarbrautina, yfir Hlíðarbraut og niður að Glerárgötu. Við fylgjum Glerárgötu niður að Kaupvangsstræti og endum á planinu við Akureyrarkirkju.
4 km – Akureyrarkirkja – Minjasafnskirkjan – Akureyrarkirkja
Förum upp Eyrarlandsveginn, fylgjum honum framhjá Listigarðinum og beygjum niður Spítalastíg. Förum eftir Aðalstræti að Minjasafnskirkjunni, þaðan í átt að Skautahöllinni og niður á göngustíginn sem liggur meðfram Drottningarbraut. Fylgjum stígnum í átt að miðbænum þar til við getum beygt upp í Kaupvangsstræti og endum á planinu við Akureyrarkirkju.