Fara í efni
Fréttir

Helsta vonin að hlusta áfram á vísindin

Sigurður Kristinsson fjallar um vísindi í pistli dagsins, vegna þess að í umræðu um kórónuveirufaraldurinn hafi gætt „einkennilegs misskilnings á því hvað vísindi eru“ eins og hann orðar það.

„Fram til þessa hafa samfélagslegar sóttvarnir notið stuðnings hér á landi en við nýjustu takmarkanir hefur þó borið meira en áður á óþoli og jafnvel reiði í garð stjórnvalda fyrir að „skemma fyrir“ viðburðahaldi og ferðaþjónustu.“ Sú sé alls ekki raunin. Vísindin taki sem betur fer mark á nýjum gögnum og nýrri reynslu, hvort sem hún sé í samræmi við spár sem áður hafi verið settar fram.

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.