Fara í efni
Fréttir

Horfið á helgistund í Akureyrarkirkju

Horft til Akureyrkirkju út um glugga Listasafnsins; í glugganum speglast tvö málverk eftir Kristínu K. Þórðardóttur Thoroddsen, sem hún færði kirkjunni að gjöf 1942 og hafa síðan átt sess í skipi kirkjunnar. Verkin eru hluti sýningar á verkum Kristínar í safninu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Helgistund í Akureyrarkirkju á aðfangadag var send út á Facebooksíðu kirkjunnar.

Smellið HÉR til að horfa á útsendinguna.

Prestur var séra Jóhanna Gísladóttir, meðhjálpari Guðfinna Hallgrímsdóttir, Elfa Rún Karlsdóttir las jólaguðspjallið, Barnakórar Akureyrarkirkju og félagar úr Kór Akureyrarkirkju sungu. Stjórnendur og organistar: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Sigríður Hulda Arnardóttir, Þorvaldur Örn Davíðsson og Eyþór Ingi Jónsson.