Fara í efni
Fréttir

Heimir Örn fundar með verkalýðsfélögunum

Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrar, og Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju.

Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrar, hefur boðað til upplýsingafundar fyrir stéttarfélög í Alþýðuhúsinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla bæjarins. Fundurinn verður næstkomandi þriðjudag.

Verkalýðsfélögin sendu frá sér sameiginlega ályktun fyrr í dag þar sem þau gagnrýna meirihlutann í bæjarstjórn vegna breytinganna. Heimir segir við Akureyri.net að hann vilji fá að hitta fulltrúa félaganna og útskýra vel þær breytingar sem eru í farvatninu. Á fundinum verða fyrir hönd bæjarins þau Heimir Örn og Kristín Jóhannesdóttir fræðslustjóri.

Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, hafði áður í samtali við Akureyri.net lýst mikilli óánægju eftir kynningarfund um leikskólamálið á þriðjudaginn þar sem þaggað var niður í henni.

Fyrri fréttir Akureyri.net um málið:

„Sjónhverfingar“ í leikskólamálum

Hlutverk fundarstjóra að takmarka ræðutíma

Greip fram í þegar hún hafði ekki orðið

Slökkt á formanni Einingar-Iðju í miðri setningu