Heba Ásgrímsdóttir – minningar
Heba Ásgrímsdóttir, ljósmóðir, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag.
Heba fæddist á Akureyri 10. febrúar 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. nóvember síðastliðinn. Heba var dóttur hjónanna Ásgríms Garibaldasonar og Þórhildar Jónsdóttur.
Eiginmaður Hebu er Hallgrímur Skaptason, skipasmiður, fæddur 23. desember 1937.
Heba var ljósmóðir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í tæp 50 ár. Þá starfaði hún árum saman á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og í mæðraeftirlitinu, og á Heilsugæslustöðinni á Akureyri eftir að hvort tveggja færðist þangað.
Heba Ásgrímsdóttir – lífshlaupið
Minningargreinar um Hebu á Akureyri.net í dag:
Starfsfólk fæðingadeildar Sjúkrahússins á Akureyri
Heba Karítas, Birgir Orri og Valur Darri Ásgrímsbörn
Útför Hebu hefst klukkan 13.00. Allir eru velkomnir en vegna sóttvarna þarf að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr Covid-hraðprófi við innganginn í kirkjuna. Prófið má ekki vera eldra en 48 klukkustunda. Heimapróf eru ekki tekin gild. Grímuskylda er í kirkjunni.
Streymt verður frá athöfninni á Facebook síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar