Fara í efni
Fréttir

Háhyrningar spókuðu sig á Pollinum

Háhyrningarnir koma mjög sjaldan inn í Eyjafjörð. Mynd: Facebook síða Whale Watching Akureyri

Óvenjuleg sýn blasti við starfsfólki Whale Watching Akureyri, þegar þau sáu hóp háhyrninga spóka sig á Pollinum. Þessi sýn blasti við á óvenjulegum stað líka, en það var ekki frá bátnum á miðjum firðinum eins og vanalega – heldur innan úr skrifstofunni á Hofsbót. Hópurinn samanstóð af 7 háhyrningum, tveimur karlkyns dýrum og kvenkyns með ungviði. 

Háhyrningar eiga heimkynni við Íslandsstrendur, en koma mjög sjaldan inn í Eyjafjörð. Starfsfólk Whale Watching Akureyri voru því himinlifandi að sjá þessi dýr og náðu svo að finna þau aftur nokkrum klukkustundum síðar í hvalaskoðunarferð út á fjörðinn. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um háhyrninga á vef Náttúrufræðistofnunar, fyrir áhugasöm.

 

Starfsfólk WWA náðu nokkrum góðum myndum af gestunum.