Fréttir
Hagnaður tvöfaldast hjá Höldi
17.07.2023 kl. 09:31
Steingrímur Birgisson er forstjóri Hölds. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Tekjur Hölds ehf. voru um 62% meiri í fyrra en árið 2021, fór úr rúmum 8,3 milljörðum í rúma 13,5 milljarða. Hagnaður fyrirtækisins tvöfaldaðist á milli áranna, var 992 milljónir árið 2021, en rúmir 1,8 milljarðar árið 2022. Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu.
Fram kemur í ársreikningi félagsins að með góðum upplýsingakerfum, breiðum bílaflota og öflugu starfsfólki telji stjórnendur að rekstrarhæfi félagsins sé tryggt um fyrirsjáanlega framtíð.