Hádegismálþing um þjóðarrétt og Úkraínu
Hverjar eru grundvallarreglur þjóðaréttar um beitingu vopnavalds og hvernig má beita þeim í því ástandi, sem nú ríkir í Úkraínu?
Á rafrænu hádegismálþingi á morgun, miðvikudag, munu þrír sérfræðingar í þjóðarétti varpa ljósi á þessi álitaefni og skýra þá lagalegu stöðu, sem nú er uppi vegna Úkraínu. Þeir munu fjalla um fullveldi ríkja og réttarins til afskiptaleysi annarra ríkja, og rýna í þau rök, sem Rússland hefur teflt fram fyrir þeim hernaðarlegu aðgerðum, sem þeir fara fyrir í Úkraínu og lög sem gilda í stríði.
Frummælendur eru:
- Bjarni Már Magnússon, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. / Professor, Faculty of Law, University of Reykjavík.
- Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri. / Professor, Faculty of Law, University of Akureyri.
- Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri. / Lecturer, Faculty of Law, University of Akureyri.
Frummælendur munu síðan taka þátt í umræðum og svara spurningum um þær þjóðréttarreglur, sem um ræðir í málefnum Úkraínu, eins og tíminn leyfir.
Málþingið er á vegumHáskólans á Akureyri og lagadeildar skólans. Það stendur frá klukkan 12.00 til 13.00 og fer fram á ensku. Því verður streymt á vefnum.