Fréttir
Gunnar hættir eftir þetta kjörtímabil
22.05.2021 kl. 06:00
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðifslokksins í bæjarstjórn Akureyrar, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að láta gott heita þegar kjörtímabilinu lýkur.
„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í næstu sveitarstjórnarkosningum og mun því hverfa af þeim vettvangi eftir næstu kosningar, sem verða eftir rétt ár. Ég tilkynni þetta núna svo nægur tími gefist fyrir þá sem vilja taka við að koma sér á framfæri og undirbúa sig,“ skrifaði Gunnar á Facebook síðu sína í gærkvöldi.
Á næsta ári lýkur Gunnar öðru kjörtímabili sínu sem oddviti flokksins í bæjarstjórn. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi 2014 og hefur einnig setið í bæjarráði þann tíma.