Fara í efni
Fréttir

Grímuskyldu aflétt á heimsóknargestum SAk

Grímuskyldu heimsóknargesta á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem varað hefur í um þrjár vikur, hefur nú verið aflétt. Þó er mælst til þess áfram að fólk komi ekki í heimsókn ef það er mð einkenni sem geta tengst öndunarfærasýkingu. 

Fólk sem sækir læknisþjónustu er vinsamlega beðið um að vera með grímu sé það með einkenni öndunarfærasýkingu. Einnig er mikilvægt að huga að því hvort einhver í nærumhverfi sé með smitandi sjúkdóm.