Fara í efni
Fréttir

Grettir sterki dró Wilson Skaw til Akureyrar

Flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa fyrir nokkrum vikum var dregið til Akureyrar í dag. Það dráttarbátur úr Reykjavík, Grettir sterki, sem dró flutningaskipið úr Steingrímsfirði og dráttarbátar Akureyrarhafnar voru í mótttökunefnd; aðstoðuðu gestina við að koma Wilson Skaw á sinn stað en skipið lagðist að bryggju í Krossanesi. Ekki er ljóst hvort gert verður við skipið að einhverju leyti á Akureyri.