Fréttir
Gönguskíðabrautir troðnar í Kjarnaskógi
17.11.2024 kl. 15:00
Mynd: Facebooksíða Skógræktarfélags Eyfirðinga
Snjó hefur kyngt niður á Akureyri undanfarna tvo sólarhringa. Þetta hefur glatt mörg börn sem hafa drifið sig út í með þotur og sleða. Þá hefur Skógræktarfélag Eyfirðinga tilkynnt að gönguskíðafólk sé velkomið í Kjarnaskóg því búið er að troða helstu göngu- og skíðaleiðir þar og í Naustaborgum. Þá er líka tilvalið að taka þoturnar með í Kjarnaskóg og taka Hoppsa-Bomm í sleðabrekkunni, eins og segir í tilkynningu frá félaginu.
HÉR er hægt að fylgjast með stöðunni á gönguskíðabrautum í Kjarnaskógi.