Fara í efni
Fréttir

Gönguskíðabrautir í Hlíðarfjalli opnar

Gönguskíðabrautir í Hlíðarfjalli hafa verið opnaðar fyrir almenning. Í boði eru tvær brautir, 1,2 km og 3,5 km. Sporað verðu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum þegar veður leyfir. Snjóalög eru með minnsta móti en færið er samt gott.

Hægt er að kaupa gönguskíðakort og dagsmiða á netinu. Ekki þarf að fylla dagsmiðana inn á vasakort heldur er nóg að sýna kvittun í síma ef þess er óskað, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Forsala vetrarkorta í Hlíðarfjall er hafin og stendur fram að opnun svæðisins. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls. Hægt er að komast á sölusíðuna með því að smella hér

Fram hefur komið að stefnt er að því að opna skíðasvæðið 17. desember og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa.

Forsöluverð vetrarkorta:

Fullorðnir: 42.000 kr. – verð eftir opnun svæðisins verður 54.000 kr. 

Börn: 7.300 – 9.600 kr. eftir opnun.

Gönguskíði: 10.800 – 14.000 kr. eftir opnun.