Fara í efni
Fréttir

Göngur og réttir við Eyjafjörð á næstunni

Vegfarendur þurfa að sýna tillitsemi í kringum gangnafólk en víða verður réttað í nágrenni Akureyrar á næstu dögum. Mynd: SNÆ

Tími gangna og rétta er runninn upp. Réttað var í Mývatnssveit um liðna helgi og næstu daga verða göngur og réttir víða í nágrenni Akureyrar.

Í eftirtöldum réttum í Eyjafirði verða göngur 5.-8. september og 20.-22. september: Akureyrarrétt við Hrappstaði, Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, Vallarrétt Eyjafjarðarsveit, Vatnsendarétt, Eyjafirði og Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit.

Fyrir þá sem langar til að fylgjast með atgangingum er t.d hægt að skella sér í Árrétt í Bárðardal og Þorvaldsrétt í Hörgársveit í Eyjafirði, en á báðum stöðum er réttað á laugardag. Á sunnudag er réttað í Gljúfrárrétt í Grýtubakkahreppi. Bændablaðið hefur annars tekið saman heildarlista yfir réttir á landsvísu og er hægt að sjá þann lista HÉR