Fréttir
Göngum, hjólum eða förum frítt í strætó
20.09.2023 kl. 14:00
Eitt af því sem getur komið í staðinn fyrir einkabílinn er að „notfæra sér þann einstaka munað sem Akureyringar búa við, nefnilega að í bænum er frítt í strætó“. Mynd: Haraldur Ingólfsson
Íbúar Akureyrar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun, föstudag – bíllausa daginn – og taka þannig þátt í þessum viðburði sem fyrst var haldinn skipulega hér í bæ fyrir 20 árum. Bíllausi dagurinn er hluti af Evrópsku samgönguvikunni sem nú stendur sem hæst.
Á vef Akureyrarbæjar eru íbúar hvattir til að ganga, hjóla „eða notfæra sér þann einstaka munað sem Akureyringar búa við, nefnilega að í bænum er frítt í strætó,“ eins og það er orðað. Bent er á að stutt sé á milli staða og hér sé alltaf gott veður. Kjöraðstæður til að taka þátt í bíllausadeginum.
Göngugatan í Hafnarstræti verður að venju lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 11 á föstudag í tilefni dagsins.