Fara í efni
Fréttir

Góðæri eða kreppa – það er aldrei svigrúm

„Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka.“

Þannig hefst grein Heiðu Hauksdóttur og Sólveigar Tryggvadóttur sem birtist á Akureyri.net í morgun. Báðar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Heiða og Sólveig útskrifuðust fyrir 20 árum frá Háskólanum á Akureyri, „fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til.“

Þær segja launamál hjúkrunarfræðinga hafa verið ofarlega á baugi öll þessi 20 ár. Þau hafi „hangið yfir okkur eins og mara.“ Nú standi fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn, hjúkrunarfræðingar séu misvel stemmdir fyrir honum „og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra.“

Smellið hér til að lesa grein Heiðu og Sólveigar