Góð heilbrigðisþjónusta grundvallar mannréttindi
Alltof mikið er í húfi til að við hægt sé að horfa uppá heilbrigðisþjónustu á Akureyri veikjast, segir Logi Einarsson, þingmaður Norðausturkjördæmis og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri hefur verið í brennidepli undanfarið, ekki síst vegna uppsagna lækna.
„Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2024 sýnir ríkisstjórnin algjört metnaðarleysi þegar kemur að rekstri og uppbyggingu heilbrigðisstofnana úti á landi,“ segir Logi og segir kröfuna þá að „stjórnvöld horfist í augu við hina raunverulegu stöðu og fjármagni heilbrigðisþjónustuna þannig að hún standi undir nafni og uppfylli þær kröfur sem henni eru settar með lögum.“
Smellið hér til að lesa grein Loga