Fara í efni
Fréttir

Glerárlaug opin yfir veturinn

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Samþykkt var í bæjarstjórn í gær að Glerárlaug verði opin almenningi þá daga sem laugin er í notkun sem kennslulaug; virka daga yfir vetrartímann. Hún verður hins vegar lokuð á sumrin. Til stóð að sundlaugin yrði einungis nýtt sem kennslulaug en lokuð almenningi, í sparnaðarskyni, en breyting var gerð á milli fyrri og seinni umræðu um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Fram kom í máli Evu Hrundar Einarsdóttur, formanns frístundaráðs, við seinni umræðu um fjárhagsáætlunina á fundi bæjarstjórnar  í gær að Glerárlaug verði opin almenningi í eina og hálfa klukkustund á dag. Hún sagðist fagna þeirri lendingu, fastagestir laugarinnar væri ekki gríðarlegur hópur en verið væri að svara kalli þeirra.

Almenningur hefur getað notað laugina eldsnemma morguns en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær dagsins hún verður opin frá áramótum.

Segja Glerárlaug eina úrræði margra