Gleðst yfir áhuga en svarar „dylgjum“
Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, lýsir yfir ánægju með áhuga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, á umhverfismálum – í grein á Akureyri.net og í umræðum í bæjarstjórn – en segist hins vegar ekki geta annað en svarað „dylgjum sem koma fram í skrifum Sunnu Hlínar, sem í besta falli byggjast á misskilningi á starfssviði og heimildum Heilbrigðiseftirlitsins, í versta falli eru þær tilraun til að varpa ábyrgð þangað sem hún á ekki heima,“ segir hann í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.
Í greininni birtir Alfreð nokkrar tillögur sem „nýkjörnir fulltrúar geta litið til, þegar leitast er við að bæta verkferla sveitarfélagsins á sviði umhverfismála“.
Smellið hér til að lesa grein Alfreðs Schiöth.