Fréttir
Gjöf til minningar um Svölu Tómasdóttur
12.06.2024 kl. 22:30
Blóðskilunardeild Sjúkrahússins á Akureyri barst í dag gjöf til minningar um Svölu Tómasdóttur sem var í blóðskilun í rúm þrjá ár en lést 23. desember 2023. Það voru skólasystur Svölu frá Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði sem gáfu gjöfina.
Gjöfin innihélt hitateppi fyrir skjólstæðinga og örbylgjuofn til að hita grjónapoka á axlirnar ásamt hitapúða fyrir axlir handa starfsfólki.
„Þessi gjöf mun nýtast okkar fólki mjög vel og erum þakklát fyrir velvild og hlýhug,“ segir Sólveig Tryggvadóttir, verkefnastjóri á blóðskilun, á vef SAk í dag. Sólveig er lengst til vinstri á myndinni, Sigríður M. Gamalíelsdóttir liggur í rúminu og til hægri er Sigurlína G Jónsdóttir.