Fréttir
Gistifarþegarnir eyða mun hærri upphæðum
28.12.2023 kl. 06:00
Þórný Bárðardóttir flytur sinn fyrirlestur. Skjáskot af upptöku frá kynningarfundinum.
Þórný Bárðardóttir frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála var ein þeirra fjögurra sem héldu erindi á kynningarfundi Ferðamálastofu um helstu málefni sem tengjast komum erlendra skemmtiferðaskipa hingað til lands.
- Í GÆR – Skemmtiferðaskipin betri en góð loðnuvertíð?
- Á MORGUN – Núll og nix eða myndarleg búbót?
Nokkrir punktar úr fyrirlestri Þóreyjar um niðurstöðu könnunar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um útgjöld farþegar í Reykjavíkurhöfn sumarið 2023.
- Venjulegir skipafarþegar, sem komu og fóru með skipi sínu, áætluðu að þeir eyddu að meðaltali 28 þúsund krónum í stoppinu, þar af ríflega 20 þúsund krónum í afþreyingu.
- Gistifarþegar, þ.e. þeir sem annað hvort fljúga til landsins og fara um borð í Reykjavík eða öfugt og nota tíma sinn fyrir eða eftir dvöl til að njóta borgarinnar og nærumhverfis hennar kváðust eyða tæplega 98 þúsund krónum eða um 3,5 sinnum meira en þeir sem komu og fóru með skipunum.
- Stærsti útgjaldaliður gistifarþega var eðlilega gistingin sjálf, um 41 þúsund krónur á mann.
- Aðrir skiptifarþegar, sem flugu samdægurs til/frá skipi eftir að það kom í höfn, gistu semsagt ekki í landi, eyddu svipað miklu og venjulegir skipafarþegar í höfuðborginni að meðaltali, eða 29 þúsund krónum.
- Um 60% skiptifarþega í úrtaki könnunarinnar gistu í landi, að meðaltali 2,15 nætur.
- Um 56% svarenda sögðu útgjöld sín í Reykjavík vera svipuð og á öðrum komustöðum á landinu. Um 39% sögðu þau vera hærri í Reykjavík og 5% sögðu útgjöldin hærri á öðrum viðkomustöðum.
- Um 17% svarenda höfðu komið áður til landsins, þar af ríflega 60% einnig með skipi í fyrra skipti.
Upptöku af fyrirlestri Þóreyjar og skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um útgjöld farþega skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn í sumar má finna í frétt Ferðamálastofu - sjá hér.