Fara í efni
Fréttir

Gigliotti frábær þegar Þór vann ÍA

Jason Gigliotty var frábær með Þórsliðinu í gærkvöldi. Hér ver hann (33) með tilþrifum skot frá Skagamanni. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

Þórsarar unnu Akurnesinga 90:80 í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Þeir eru í áttunda sæti með 14 stig, tveimur á eftir Skagamönnum, fjórir leikir eru eftir í deildinni. 

  • Skorið eftir leikhlutum: 26:19 – 16:28 – 42:47 – 26:17 – 22:16 – 90:80

Miklar sveiflur voru í leiknum framan af eins og sjá má á tölunum; Þórsarar betri í fyrsta leikhluta, síðan snerist dæmið við og gestirnir voru yfir í hálfleik, en gestgjafarnir tóku völdin á ný í þriðja hluta og fóru langt með að tryggja sér sigur.

Jason Gigliotti lék gríðarlega vel fyrir Þór eins og er nánast orðin regla. Hann skoraði 33 stig og tók 20 fráköst. 

Helsta tölfræði Þórsara - stig, fráköst, stoðsendingar:

Jason Gigliotti 33/20/1, Harrison Butler 26/13/1, Reynir Róbertsson 20/4/1, Baldur Örn Jóhannesson 6/10/1, Smári Jónsson 2/1/7, Orri Már Svavarsson1/1/0, Michael Walcott 2/0/0, Páll Nóel Hjálmarsson 0/1/1, Andri Már Jóhannesson 0/1/0.

Atkvæðamestur Akurnesinga var Srdjan Stojanovic, fyrrum Þórsari, með 25 stig, fjögur fráköst og sex stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.