Fara í efni
Fréttir

Sundlaug Akureyrar – Gervigrasið fauk í rokinu

Rokið í nótt hafði víða áhrif, m.a. í Sundlaug Akureyrar en þar fauk gervigrasið upp. Mynd: SNÆ

Sundlaug Akureyrar var ekki opnuð fyrr en klukkan hálf 11 í morgun því gervigras við laugina hafði losnað í veðurofsanum í nótt. Að sögn starfsmanns sundlaugarinnar var sjónin ekki fögur sem mætti honum og vinnufélögunum í morgun því undirlag gervigrassins hafði einnig losnað og lá eins og hráviði um allt sundlaugarsvæðið, m.a. í heitu pottunum. Vinnudagurinn hófst því á heilmiklu hreinsunarstarfi.

Þá hefur kerfi sundlaugarinnar átt í vandræðum með að halda hita á laugum og pottum í rokinu en hitastig er nú orðið eðlilegt í a.m.k. tveimur pottum. 


Teppabútar voru á víð og dreif um sundlaugarsvæðið í morgun.