Fréttir
Gamla Glerárbrúin bara fær „sérútbúnum"
02.01.2021 kl. 15:07
Gamla brúin yfir Glerá, við Lönguhlíð, er vart fær nema „sérútbúnum“ göngugörpum þessa stundina. Mikið vatn hefur safnast fyrir á brúnni og frosið, þannig að þar er flughálka. Ísinn er ekki þykkur þannig að hætt er við því að fullorðnir sleppi ekki yfir án þess að blotna í fæturnar nema vera þokkalega skóaðir. Maður á morgungöngu benti Akureyri.net á aðstæður og taldi ráðlegt að vara göngufólk við.