Fara í efni
Fréttir

Gamla dótið er úrelt – það nýja er málið!

„Í fæstum tilfellum kaupum við nýja hluti af brýnni nauðsyn. Við erum hins vegar hvött til að kaupa nýtt með þeim skilaboðum að gamla dótið sé úrelt og það nýja sé málið,“ skrifar Arnar Már Arngrímsson, rithöfundur á Akureyri, í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Hann segir fólk telja sér trú um að hringrásarhagkerfið sé komið lengra en raunin er og hvetur það til að hugsa málið.

„Getur verið að þú geymir farsíma síðustu tuttugu ára í skúffu eða bastkörfu ásamt hleðslutækjum? Er hugsanlegt að gamlar spjaldtölvur, fartölvur og aðrar græjur leynist inni í skáp eða uppi á hillu?“ 

Smellið hér til að lesa grein Arnars Más.