Fréttir
Gagnrýna RÚV vegna DNB málsins
17.02.2021 kl. 06:02
Samherji gagnrýnir Ríkisútvarpið fyrir litla umfjöllun þess um þá ákvörðun ríkissaksóknara Noregs að fella niður sakamál um ætlað peningaþvætti í viðskiptum félaga sem tengjast Samherja og norsks bankans DNB. Rannsóknin hafi hafist eftir að RÚV setti fram ásakanir í þessa veru í nóvember 2019 og mikið hafi verið fjallað um það síðan þar á bæ, en nánast ekkert eftir að málið var fellt niður fyrir helgi. Þá hafi verið nefnt að rannsóknin hefði hafist á grundvelli upplýsinga „sem fram komu í Samherjaskjölunum sem Wikileaks birti og fjallað var um í fjölmiðlum“, en ekki orði minnst á þátt RÚV.
Smellið hér til að skoða umfjöllunina á heimasíðu Samherja.