Fara í efni
Fréttir

Gagnaver á Akureyri og kálver í kjölfarið

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að veita fyrirtækinu atNorth ehf. vilyrði fyrir lóð undir gagnaver við Hlíðarfjallsveg. Þá eru hugmyndir uppi um að nýta varmann frá verinu í gróðurhús. Þetta kom fram í fréttatíma RUV í kvöld.

Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs er spenntur fyrir framhaldinu. Hann sagði við RÚV: „Þetta er sko tvíþætt, við erum að fá rafmagn inn á svæðið. Þannig að við getum orðið skaffað rafmagn fyrir svona starfsemi og síðan er eldgosið á Reykjanesi að hafa þau áhrif að menn eru kannski hræddir við uppbygginguna þar og vilja dreifa sér á öruggari svæði um landið,“ segir Þórhallur. Þá kom fram í máli hans að strax og fréttist af þessu hefðu aðrir sýnt áhuga á lóð við hliðina undir gróðurhús.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV