Fara í efni
Fréttir

Fyrsti snjórinn en lítil vandræði

Hvít jörð á Akureyri í morgun, í fyrsta skipti í haust. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fyrsti snjór haustsins féll á Akureyri í nótt og mjög hvasst var á tímabili snemma í morgun. Snjórinn er ekki mikill og lítið um vandræði en þó brotnaði eitt tré í rokinu og féll á bíl, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. „Trén eru enn laufguð og taka töluvert á sig,“ sagði varðstjórinn við Akureyri.net í morgun. Einn þriggja bíla árekstur varð í morgun vegna hálku en engin meiddist.

Stífri vestan átt er spáð í bænum fram eftir degi síðan suðvestan um tíma og sunnanátt í kvöld. Spáin er ágæt næstu daga og ekki gert ráð fyrir neinni úrkomu fyrr en seinni partinn á fimmtudaginn.

Viðbót klukkan 10.00 –  Strætisvagnar óku eins og venjulega í morgun en ganga ekki eins og er. Akstur hefst á ný þegar búið verður að hreins allar strætisvagnaleiðir.

Uppfært 12:45 – „Strætisvagnar eru aftur komnir á göturnar og byrjaðir að keyra sínar leiðir. Allt að komast á eðlilegt ról,“ segir á Facebook síðu bæjarins.