Fara í efni
Fréttir

Fyrir okkur eru stöðugt lagðar snörur ...

Arnar Már Arngrímsson rithöfundur kveðst hugsi yfir kerfi endurvinnslu og endurnýtingar eftir að hann hljóp í skarðið í fataflokkun hjá Rauða krossinum í gærmorgun. 

„Sjálfboðaliðarnir eru flestir með áralanga reynslu og á tveimur sekúndum geta þeir metið hvort flík sé söluvæn og eigi erindi í verslun Rauða krossins eða hvort hún fari í gáminn og eitthvað út í lönd. Aðspurðir efuðust reynsluboltarnir um að meira en tíu prósent þess fatnaðar sem berst Rauða krossinum rati í verslunina,“ skrifar Arnar Már í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag.

Pistilinn nefnir Arnar Már Lífstíðareign II því áður hafði hann birt hugleiðingu um mál af sama toga.

„Ég er hugsi yfir þessu kerfi endurvinnslu og endurnýtingar. Það virðist við fyrstu sýn vera dyggð að gefa til Rauða krossins en málið er flóknara en svo. Það er framleiddur allt of mikill textíll í heiminum með tilheyrandi vatnssóun, eiturefna- og olíunotkun. Vandamálið er sálfræðilegt. Við erum forrituð til að kaupa og fylgja tísku og fyrir okkur eru stöðugt lagðar snörur. Af hverju ætti maður ekki að nýta sér tilboð og útsölur? Er ekki alltaf gott að gera kjarakaup?“

Smellið hér til að lesa pistil Arnars Más.