Fara í efni
Fréttir

Fullt verð fyrir vetrarkort 54.000

Ný gjaldskrá fyrir útivistarsvæðið í Hlíðarfjalli var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni.

Fullt verð fyrir vetrarkort verður 54.000 krónur í vetur en var 51.000. Þau eru reyndar mun ódýrari ef keypt er í október eða nóvember; kosta 42.000 en voru seld á 40.500 síðasta vetur.

Vetrarkort fyrir 67 ára og eldri kosta einnig 42.000 í vetur en voru áður á 40.500 kr.

Nokkur dæmi um verðhækkun fyrir fullorðna:

1 ferð í Fjarkann, úr 1.200 í 1.300 kr.

2 klst lyftumiði, úr 3.450 í 3.600 kr.

Vetrarkort, úr 51.000 í 54.000 kr.

Vetrarkort seld í október og nóvember, úr 40.500 í 42.000 kr.

Vetrarkort 67 ára og eldri, úr 40.500 í 42.000 kr.

Skíða- og sundkort (árskort), úr 62.000 í 64.000 kr.

Gönguskíðabraut - 1 dagur úr 800 í 1.000 kr.

Gönguskíðabraut - 10 miða kort, úr 5.300 í 6.000 kr.

Nokkur dæmi um verðhækkun fyrir 6 til 17 ára:

1 ferð í Fjarkann, úr 600 í 700 kr.

2 klst. lyftumiði, úr 1.200 í 1.300 kr.

Vetrarkort seld í október og nóvember, úr 7.000 í 7.300 kr.

Smellið hér til að sjá alla verðskrána.