Fara í efni
Fréttir

Frönsk freigátugufa rýkur í logninu

Ljósmynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Franska freigátan Aquitaine kom til Akureyrar í morgun og liggur við festar á Pollinum. Athygli vekur hve mjög rýkur úr skipinu og hafa nokkrir lesendur haft samband við Akureyri.net til að forvitnast um hvað sé eiginlega á seyði. Því er til að svara að þarna er um hreina gufu að ræða, annað hvort frá vélatúrbínu eða vegna kælingar, en ekki mengun.

Freigátur franska hersins staldra við á Akureyri annað slagið. Þetta er í fjórða skipti sem Aquitaine kemur hér við, skipið var síðast á Pollinum í maí árið 2022; það kom í morgun sem fyrr segir og heldur á brott á fimmtudagsmorgun.

Frétt Akureyri.net um aðra freigátu í desember 2021: Franskir dátar vörðu jólanótt á Pollinum