Friðrik vinur Friðriks orðinn kóngur
Friðrik krónprins Danmerkur – konungur landsins frá og með deginum í dag – tók á móti tveimur Akureyringum í Amalíuborg, bústað dönsku konungsfjölskyldunnar í miðri Kaupmannahöfn, í fyrrasumar. Gaman er að rifja það upp í tilefni tímamótanna í dag.
Friðrik Adólfsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Norlandair á Akureyri, þáði þá boð Friðriks nafna síns og drakk með honum kaffi ásamt Arnari syni sínum sem einnig er starfsmaður flugfélagsins.
„Við höfum flogið mikið með Friðrik og fjölskylduna á Grænlandi í gegnum árin, þar á meðal móður hans, Margréti drottningu. Þannig höfum við kynnst þeim,“ segir Friðrik framkvæmdastjóri við Akureyri.net í fyrrasumar.
Smellið hér til að sjá frétt Akureyri.net um kaffiboðið í Amalíuborgarhöll.
Akureyri.net rifjaði fyrr í dag upp opinbera heimsókn Margrétar drottningar og Hinriks prins til Akureyrar árið 1973: „Hef reynslu af því að færa henni blóm!“