Fara í efni
Fréttir

Frægt, ríkt, stjörnur, brjóst, rass, skilið ...

Stefán Þór Sæmundsson, „manneskja, faðir, afi, kennari og einhvers konar skáld“ skrifar afar umhugsunarverða grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Þar fjallar hann um þá byltingu að „við féllum flöt fyrir netguðunum sem boðuðu allsherjar endurlausn, vísdóm og hamingju. Við fyrirgerðum rétti barna okkar til uppeldis, samveru, mannlegrar fræðslu, leiks og leiðbeiningar ...“

Stefán segir: „Því miður erum við foreldar ekki færir um að sinna hlutverki okkar lengur því við erum ofurseld því sama og börnin okkar líða fyrir; gylliboðum netsins, gerviheimi og gjörsamlega sturlaðri og truflaðri fjölmiðlun sem lætur okkur lesa og smella á allt sem heitir frægt, ríkt, stjörnur, brjóst, rass, skilin, byrjuð saman, glæsihýsi, draumaprinsinn, sjáðu hitt og sjáðu þetta!“

Smellið hér til að lesa grein Stefáns Þórs