Fréttir
Forsala vetrarkorta í Hlíðarfjall hafin
14.11.2021 kl. 23:00
Skíðasvæðið í Hliðarfjalli fyrir fáeinum dögum. Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Forsala vetarkorta fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er hafin og stendur þangað til það verður opnað. Stefnt er að því að opna svæðið 17. desember en það verður gert fyrr ef aðstæður leyfa.
Forsöluverð vetrarkorta er 42.000 kr. fyrir fullorðna en eftir að tilboði lýkur hækkar verðið í 54.000 kr. Barnakort kostar 7.300 kr á tilboði en verðið fer í 9.600 kr. eftir að svæðið verður opnað.
Vetrarkort fyrir þá sem vilja einungis nýta sér gönguskíðasvæðið kostar 10.800 kr. á tilboði en hækkar síðar í 14.000 krónur.
Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls - smellið hér til að komast þangað.