Fréttir
Formaður FRÍ hrósar norðanmönnum í hástert
15.06.2021 kl. 16:07
„Það andaði köldu á Akureyri um helgina, en ekki var það frá starfsfólkinu eða öðrum Norðlendingum. Það var öðru nær. Þvílíkar móttökur!“
Á þessum orðum hefst grein Freys Ólafssonar, formanns Frjálsíþróttasambands Íslands, sem birtist á Akureyri.net í dag, í kjölfar Meistaramóts Íslands sem fram fór á Þórsvellinum um helgina.
Hann hrósar norðanmönnum í hástert. „Þessi frábæri hópur var alltaf jákvæður og jafnvel á elleftu stundu þegar veðurguðirnir og lög sambandsins kölluðust á við allt innra og ytra skipulag,“ segir formaðurinn meðal annars.
Smellið hér til að lesa grein formanns Frjálsíþróttasambandsins.