Fara í efni
Fréttir

Fordæma útgáfu bókarinnar um Elspu

Nokkrir ættingjar Elspu Sigríðar Salberg Olsen á Akureyri, þar á meðal tvær dætra hennar, gera alvarlegar athugasemdir við útgáfu bókarinnar Elspa - Saga konu eftir Guðrúnu Frímannsdóttur.

Það hryggir ættingjana „hve einhliða sagan er í lýsingum á fólki sem okkur er kært og fjölskyldulífinu sem við búum að enn í dag,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Sögur - útgáfa gaf bókina út nýverið, hún hefur vakið mikla athygli og verið með mest seldu bókum síðustu vikur.

Brot á þagnarskyldu?

„Í bókinni segir Elspa sögu sína og fer á stundum ófögrum orðum um heimilislífið og foreldra sína, Önnu og Elí. Á heimilinu bjó einnig Eyja systir Önnu og saman sáu þau þrjú um barnmargt heimili af litlum efnum. Þau sem undirrita yfirlýsinguna eru fjögur af systkinum Elspu, tvær dætur hennar, önnur fósturdóttir Elí og Önnu en báðar aldar upp á heimilinu,“ segir í erindi sem Akureyri.net barst með yfirlýsingunni.

„Aðrir undirritaðir voru til heimilis hjá þremenningunum um lengri eða skemmri tíma eða voru í nánu sambandi við þau. Þeim er að yfirlýsingunni standa finnst mikilvægt að koma á framfæri öðru sjónarhorni en lýst er í bókinni, enda er myndin sem dregin er upp fremur dökk og hvað höfund varðar mögulega fordómafull ef marka má viðtöl tengd kynningum á bókinni. Að sama skapi teljum við ósvarað hvort höfundur hafi brotið þagnarskyldu með frásögn sinni í formála bókarinnar.“

Smellið hér til að lesa yfirlýsinga ættingja Elspu