„Flottasti leikskólinn“ - sjáðu myndband
Framkvæmdir ganga mjög vel við leikskólann Klappir sem verður tekinn í notkun í haust. Á Klöppum verða sjö deildir - hann verður stærsti leikskóli bæjarins.
Akureyrarbær birti í dag vandað og skemmtilegt myndband um verkið. „Þetta verður mjög flott mannvirki. Það er mjög mikið verið að leggja í allt hérna og það er klárt mál að þetta verður flottasti leikskólinn á Akureyri,“ segir Reynir Örn Hannesson, yfirverkstjóri hjá Hyrnu, sem byggir leikskólann.
Stefnt er að því að Klappir verði heilsueflandi leikskóli og áhersla er lögð á góða hljóðvist, að sögn Drífu Þórarinsdóttur skólastjóra. Hún segir í myndbandinu að leiksvæði verði upp í þaki, yfirbyggt að hluta, sem muni nýtast vel og þá verði rennibraut innanhúss, sem vonandi eigi eftir að vekja lukku!
Sjón er sögu ríkari! Smellið hér til að skoða myndbandið.